148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[15:27]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Sigurður Páll Jónsson kemur inn á mjög mikilvægan punkt í máli sínu. Ég held að hv. atvinnuveganefnd ætti einmitt að taka þetta föstum tökum og setja mark sitt svolítið hressilega á þessa stefnu. Ég er nokkuð viss um að hæstv. ráðherra væri jafnvel til í samtal við okkur um það. Ég held nefnilega, a.m.k. eins og hv. atvinnuveganefnd er skipuð og miðað við hvernig umræður í henni hafa verið hingað til, að við gætum átt mjög gagnlegt og skemmtilegt samtal um hvernig við getum brugðist við þessum hlutum. Ég held að það felist m.a. í forgangsröðun í þeim punktum sem koma fram í stefnunni hér, að leggja aukna áherslu á nákvæmlega þessi atriði og tryggja með tímasettum markmiðum að þessu sé breytt hið fyrsta.