148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[15:28]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ég vil nú geta þess að ég fagna þessari þingsályktunartillögu en það er röðunin á áhersluatriðum sem við hv. þm. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir erum sammála um. Svo sá ég að hæstv. ráðherra kinkaði kolli hérna í hliðarherberginu um að við myndum eiga samtal um þetta áfram í atvinnuveganefnd. Það gleður mig mjög. Ég hlakka bara til að vinna þetta áfram og ætla ekki að hafa fleiri orð um það.