148. löggjafarþing — 25. fundur,  19. feb. 2018.

tilkynning um óundirbúnar fyrirspurnir.

[15:07]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hefur, að undangengnu samráði við formenn allra þingflokka, ákveðið að dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir geti staðið lengur á mánudögum en þingsköp gera ráð fyrir þannig að allt að sex fyrirspurnir komist að. Er það ekki síst ákveðið í ljósi þess að nú eru þingflokkar á Alþingi orðnir átta, eða fleiri en nokkru sinni fyrr.

Hefst þá þessi nefndi dagskrárliður, óundirbúnar fyrirspurnir, og verður ef þörf krefur lengri sem því nemur í dag.