148. löggjafarþing — 25. fundur,  19. feb. 2018.

vegþjónusta.

154. mál
[17:10]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Líneik Önnu Sævarsdóttur fyrir þessar fyrirspurnir. Það er eðlilegt að við séum að velta þessu fyrir okkur í því veðurfari sem verið hefur undanfarið og erfitt að fylgja þessari þjónustu eftir. Hæstv. ráðherra talar um árdagsumferð. Hún er alls ekki mæld alls staðar og getur verið mismunandi á milli staða. Það eru kannski tveir, þrír teljarar á milli Hólmavíkur og Ísafjarðar, en kannski enginn á milli sumra annarra þéttbýlisstaða. Þarf ekki að bæta úr því?

Einnig langar mig til að spyrja um eftirlit á vetrarþjónustu. Er samræmt eftirlit um land allt eða er það misjafnt (Forseti hringir.) eftir því hvar það er á landinu?