148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

meðferð sakamála.

203. mál
[14:33]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það stendur óhaggað að sakborningur ber sakarkostnað allan. Eins og ég nefndi áðan tóku lögin ekki gildi fyrr en núna um áramótin. Mér skilst að það hafi ekkert tjón orðið af þessu, hvorki fyrir sakborning né ríkissjóð.

Í þessu tilviki uppgötvuðust mistökin einmitt þannig að ákvörðun sýslumanns um að synja niðurfellingu á sakarkostnaði var kærð til dómsmálaráðuneytisins. Í því ferli hjá dómsmálaráðuneytinu uppgötvaðist að þetta ákvæði hafði fallið niður. Mér skilst að sýslumaður hafi verið upplýstur um það og það kemur ekki til þess að áhrif verði af þessum mistökum.