148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

meðferð sakamála.

203. mál
[14:38]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég var einfaldlega að spyrja ráðherra að því hvort það væri tilefni til að fara rækilega yfir þessa lagasetningu eins og hún snýr að Landsrétti í ljósi þess hvað við stöndum í miklum reddingum gagnvart því. Að skella skuldinni á þetta þing fyrir þetta endurtekna klúður, gott og vel. Ég minni bara á það að síðast kom mál hérna inn 21. desember og það var afgreitt 27. desember. Það að ætlast til þess að þingmenn hér með sinn takmarkaða aðgang að starfsfólki, svona miðað við heilt ráðuneyti, sjái um að græja og redda þessum mistökum öllum er svo sem sjónarmið líka.

Ég vildi bara ítreka þessa spurningu mína: Er ekki tilefni til þess að ráðuneytið fari rækilega yfir lagasetninguna eins og hún snýr að Landsrétti svo við þurfum ekki enn og aftur að taka fyrir eitthvert svona klúður?