148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

meðferð sakamála.

203. mál
[14:47]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er ekki í neinum færum til að svara fyrir þá vinnu sem fram fór á öllum þeim lagabálkum sem hv. þingmaður nefnir hér, þ.e. þeim lagabálkum sem þessi frumvörp lutu að á sínum tíma. Ég kom ekki að þeim að neinu leyti. Það var löngu fyrir mína tíð sem ráðherra. Sumt af þessu er ósanngjarnt að nefna sem einhvers konar leiðréttingar á mistökum. Fyrst það er nefnt hér tek ég dæmi um stöðu sakamála eða einkamála fyrir Landsrétti: Það var álitaefni hvort bæði einkamál og sakamál flyttust til Landsréttar. Ákvörðun um það var tekin í samráði við Hæstarétt og fleiri aðila, að aðeins sakamálin færðust yfir til Landsréttar, þ.e. að ólokin sakamál yrðu færð til Landsréttar en ekki einkamál sem ólokið væri. Það er bara útfærsluatriði sem var alveg eðlilegt að menn biðu með að ákveða um og sæju hvernig myndi þróast allt til lokadagsetningar.

Ég held að hv. þingmaður og ég getum verið sammála um að vanda þurfi til lagasetningar og ekki hafa of mikinn (Forseti hringir.) hraða á í þeim efnum. Ég tel að menn vilji vinna þannig til framtíðar.