148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

meðferð sakamála.

203. mál
[15:16]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það gæti alveg gengið að hafa bara fyrstu setninguna: „Lagt skal út fyrir sakarkostnaði …“, út af almennu heimildinni. En hér er auðvitað verið að segja meira. Hér er verið að segja að hann skuli innheimtur. Það er ekki í almenna ákvæðinu í fullnustu lögunum, ef ég man rétt. Það er væntanlega bara heimilt. En það er kannski eðlilegt samhengisins vegna að hafa þetta svona orðað þarna.

Eins og ég sagði áðan hef ég engar áhyggjur af þessu. Mér finnst mjög eðlilegt að svona ákvæði sé nákvæmlega eins og í sakamálalögunum þó að hin stóra almenna heimild sé í lögunum um fullnustu. Hér finnst mér vera um mjög eðlilegt ákvæði að ræða svo það fari svo sem ekkert á milli mála hvað gera skuli við vissar aðstæður. Það er bara hið besta mál. Ráðherra á hrós skilið fyrir þetta eins og allt annað sem hún hefur gert.