148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

helgidagafriður.

134. mál
[17:25]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þessar athugasemdir. Ég skil nú ekki alveg þetta með helgidaga og frídaga kaþólsku kirkjunnar í samanburði við kristna. Ég veit ekki betur en að páskar séu stór hátíð í kaþólskum sið. Við erum ekki að tala um annan í páskum, við erum að tala um páskadag, föstudaginn langa. (Gripið fram í.) Já.

Síðan spurði hv. þingmaður hvort ég væri fylgjandi því að skoða ákvæði um að banna ákveðna hluti. Ég hef sagt það, ég er fylgjandi því að skoða ákveðna þætti í þessari löggjöf. Ég er hins vegar mótfallinn því að hún falli á brott. Það er kjarni málsins. Menn mega ekki líta svo á að hér sé einhver öfgastefna í gangi. Þetta eru lög sem hafa verið í gildi og skipta að mínu mati þjóðina töluverðu máli, okkar menningarlega og trúarlega arf. Þetta er svona í sambærilegum löndum Vestur-Evrópu og ég sé enga ástæðu til að fella þetta á brott.