148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

helgidagafriður.

134. mál
[17:26]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ef ég skil það rétt, það stendur hérna í lögunum, ég er með nýjustu útgáfuna, ég er búinn að tékka á því, og þar segir, með leyfi forseta:

„Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina: Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska …“

Þetta eru helgidagar þjóðkirkjunnar. Ef við ætlum að vera alveg heiðarleg með það eru þetta helgidagar þjóðkirkjunnar. Þetta eru ekki helgidagar kristninnar almennt. Kaþólikkar hljóta að vera kristnir samkvæmt þingmanninum. Var ég að misskilja það? Kaþólikkar eru kristnir. Já, ókei. Þá erum við öll sammála um það.

Þá kemur að því sem er mjög mikilvægt. Þingmaðurinn kemur hérna upp og segir að það eigi ekki að vera að banna fólki, þessi helgidagalög eigi ekki að geta gert það, að banna fólki að gera það sem því er kært á þessum dögum. Að því tilskildu að það trufli ekki helgihald annarra, að sjálfsögðu. Er hann þá ekki sammála því að það eigi bara að fella burt 4. gr.? Og ef ekki, og þetta er mikilvægt að við séum heiðarleg með í þessari umræðu, hvað í þessari 4. gr. á þá ekki að fella brott? Eru það skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum? Því fólk er sektað fyrir þetta og missir starfsleyfi. Hverju af þessu myndi þingmaðurinn vilja halda inni? (Forseti hringir.) Væri hann tilbúinn til að fjarlægja þetta?