148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

helgidagafriður.

134. mál
[17:52]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson hefur látið hér stór orð falla um m.a. stjórnarskrárbundin ákvæði þess efnis að ríkisvaldinu beri að styðja og styrkja þjóðkirkju Íslands. Hv. þingmaður verður bara að sætta sig við að þetta ákvæði er í stjórnarskrá. Ég held að það sé nauðsynlegt að hann átti sig á því að meiri hluti þjóðarinnar taldi svo vera, á hinum ágæta þjóðfundi sem var staðið fyrir hér fyrir nokkru þá vildi meiri hlutinn hafa þetta ákvæði í stjórnarskrá. Við skulum ekki gleyma því. Þjóðkirkjan er kristin kirkja. Það verður hv. þingmaður einnig að sætta sig við. En honum er að sjálfsögðu frjálst að kalla þetta stjórnarskrárákvæði ýmsum nöfnum sem hann nefndi hér, sem ég tel óviðeigandi.

Ég held að þingmaðurinn verði að sætta sig við að þetta er í stjórnarskrá þar til því verður breytt.