148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[17:45]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Ég hef áhyggjur af þessu því að líklega kemur holskefla af málum seint á þingið sem verður erfitt að vinna. Ég tala bara út frá því sem við höfum í höndunum í velferðarnefnd. Ég er með lista af þingmálum sem eiga eftir að koma. Þau áttu að koma í janúar og febrúar en hafa enn þá ekki sést. Ég vil ekki vera sett í þá stöðu að setja einhver þingmál í flýtimeðferð. Ég ætla ekki að gera það. Þessi mál eiga að fá sinn eðlilega umsagnafrest. Við eigum að fá eðlilegan tíma til þess að rýna þau og hafa aðhald með ríkisstjórninni. Það er fyrir neðan allar hellur að boðið skuli vera upp á þetta. Við eigum að fá þessi þingmál inn og fá eðlilegan tíma til þess að vinna þau. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)