148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[18:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er með meira excel. Ég nefndi áðan að það væri 21 mál núna sem biði 1. eða fyrri umr. Nú hafa Píratar einmitt lagt fram 21 mál, þannig að ef ekki væri fyrir Pírata þá værum við einfaldlega búin með málin hérna og það væri bara ekkert að gera á morgun. [Hlátur í þingsal.]

Mig langar aðeins að hreykja mér af okkur. Við Píratar höfum lagt fram 21 mál, rúm 20% af öllum málum sem hafa verið lögð fram á þinginu, og er nú ekki lítið í því stóra samhengi sem við erum að tala um hérna núna. Mér finnst einmitt mjög mikilvægt það sem aðrir þingmenn hafa talað um hérna. Við höfum haldið þinginu við efnið. Miðað við þær undirtektir sem ýmis mál hafa fengið væri mjög sorglegt ef þau mál einfaldlega hyrfu og við þyrftum að gera allt aftur. Það væri t.d. mjög þægilegt að fá þingmálahalann í burtu, þá hefðu nefndirnar kannski eitthvað að gera í sumar, (Forseti hringir.) fara t.d. yfir allar umsagnir sem koma og vera tilbúnar til (Forseti hringir.) að afgreiða málin strax í upphafi næsta þings.