148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

202. mál
[11:49]
Horfa

Una Hildardóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir gott svar. En ég er alveg sammála að þessi nikótínbætir er eitthvað sem við þurfum að skoða. Sömuleiðis verð ég að viðurkenna að ég hef miklar áhyggjur af þessum litlu einingum, þessari takmörkun á stærð áfyllinga. Ég velti fyrir mér hvort þingmaðurinn sé tilbúinn að skoða einhverjar umbúðarlausar lausnir á því máli. Nú erum við að tala um mjög mikla plastnotkun ef við byrjum á að selja einungis þessar litlu einingar af áfyllingarvökva. Ég velti fyrir mér hvort það verði hægt að koma með sínar eigin 20 milligramma gleröskjur og fylla á í veipbúðum. Það er ofboðslega mikilvægt að við tökum á plastnotkun okkar á Íslandi. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að horfa á það sem lausn við þeirri miklu plastnotkun sem fylgir þessum litlu einingum.