148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur.

168. mál
[13:38]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hv. forseti. Eins og flutningsmaður þingsályktunartillögunnar benti á mun það koma sér mjög vel að fjölga varaflugvöllum. Það mun koma sér sérstaklega vel hvað varðar öryggi og styrkir einnig hina tvo varaflugvellina sem fyrir eru, Egilsstaði og Akureyri.

Fyrir nokkrum árum var því haldið fram að umferð um flugvelli landsins hefði dregist saman, farþegum hefði fækkað. En það er ekki reyndin í dag, þvert á móti hefur þeim fjölgað. Tillagan rímar vel við stefnu Miðflokksins og fagna ég henni. Við viljum fleiri gáttir inn í landið. Við viljum fleiri möguleika á gáttum inn í landið. Því vil ég spyrja samflokksmann minn hvort hann sé því sammála.