148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur.

168. mál
[13:41]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hv. forseti. Ég þakka kærlega fyrir þetta svar. Þar kom það sem ég var að fiska eftir, umfram það hvort við værum ekki sammála, þ.e. þetta með eldsneytisgjaldið.

Síðastliðinn föstudag mátti flugvél Super Break-ferðaskrifstofunnar snúa frá Akureyrarflugvelli. Henni var snúið við að beiðni flugstjóra, að mér skilst, og lenti síðan í Keflavík. Ég velti fyrir mér hvort eldsneytiskostnaður spili þar inn í þar sem flugvélin getur þá fyllt tankinn á suðvesturhorninu. En ég sé að það er önnur umræða að ræða jöfnuð á eldsneytiskostnaði. Þá hefði flugvélin hugsanlega getað lent á Alexandersflugvelli, ef Egilsstaðaflugvöllur hefði verið lokaður af einhverjum orsökum. Ég þakka kærlega fyrir svarið.