148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur.

168. mál
[13:42]
Horfa

Flm. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir. Þar var komið inn á eldsneytismálin. Þau eru að sjálfsögðu stór partur af því að flug innan lands er mjög dýrt. Það er umræða sem komið hefur upp í þinginu, gott ef það var ekki til umræðu í gær, og þarf að halda henni áfram. Framtíðin hlýtur að vera sú að auka og bæta innanlandsflugið á þann hátt á fólk nýti sér það og hafi efni á að ferðast með flugi innan lands.

Það er umræða sem við þurfum að taka og sem ná þarf lendingu í. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og þakka fyrir mig.