148. löggjafarþing — 29. fundur,  26. feb. 2018.

sjúkrabifreið á Ólafsfirði.

[15:17]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Það er víða svo úti um land að það þarf töluvert að bíða eftir sjúkraflutningum. Ég vil nefna fleiri staði á því svæði sem hv. þingmaður talar um, til að mynda Grenivík þar sem einnig er mikil ástæða til að staldra við. Raufarhöfn hefur verið til umræðu. Það er auðvitað gríðarlega krefjandi fyrir mjög landmikil umdæmi að gæta að öryggi íbúanna. Ég mun líka ræða við þingmenn Norðausturkjördæmis.

Eitt af því sem við munum gera í tengslum við byggðaáætlun er að setja niður þjónustukort fyrir landið allt þannig við metum hversu langt er eðlilegt að sé í heilbrigðisþjónustu á hverjum stað. Í því verðum við að freista þess að gæta jafnræðis um landið allt. Þar dugar ekki að horfa bara til eins sveitarfélags heldur verður landið allt að vera undir til að jafnræðis sé gætt. En ég árétta það, virðulegur forseti, að ég mun funda með þingmönnum Norðausturkjördæmis um þetta mál á næstu dögum.