148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

frelsi á leigubifreiðamarkaði.

201. mál
[16:33]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það svo að hægt er alveg að leysa þetta vandamál frekar auðveldlega með nútímatækni, t.d. er það gert með Uber. Ég vænti þess fastlega að það sé gert með Lyft. Ég hugsa að tæknin hafi eitthvað að segja um skutlarahópinn þótt ég verði að viðurkenna nokkra vanþekkingu á honum, vegna þess að ég hef bara aldrei farið inn á þann hóp og veit ekki hvernig hann starfar. Hluti af vandanum sem mig langar til að leysa.

Eins og Uber virkar og ég geri ráð fyrir að öll ný fyrirtæki sem tækju upp leigubílaakstur í kjölfar þess að við myndum afnema stöðvaskylduna, myndu alltaf nota tæknina þannig að fólk þyrfti að meta bílstjórana einhvern veginn, eins og Uber virkar. Þess vegna eru bílstjórar heiðarlegir í Uber, annars kæmi það niður á orðstír þeirra. Orðstír er miðlægt safnað saman einhvern veginn, á sama hátt og gert er með stöðvaskyldu núna, bara með óbeinum hætti.

Ég sé því ekki að nauðsynlegt sé að hafa stöðvaskylduna, því að ég held að hún komi bara af augljósum markaðsástæðum, þeirri að fólk vilji ekki láta stinga sig í leigubíl og (Forseti hringir.) jafnvel ef stöðvaskylda væri ættum við alla vega að breikka hana það mikið að hægt væri að nota nútímatæknina í stað þess að vera með þetta (Forseti hringir.) gamla fyrirkomulag sem tekur ekki mið af henni.