148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

frelsi á leigubifreiðamarkaði.

201. mál
[16:34]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þekki hvernig Uber virkar. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður nefndi að hægt er að merkja við hvernig þjónustan er o.s.frv. En áttum okkur á því að það er bara mjög mikilvægt í þessu sambandi að haldið sé utan um hópinn. Við sjáum það í því að þegar bílstjórar sem eru undir Uber, jú, fólk getur merkt við o.s.frv., en hvaða tryggingu hefur það fyrir því að það sé nákvæmlega rétt?

Við nefnum sem dæmi þegar fólk leigir sér húsnæði, Airbnb o.s.frv., hægt er að skrá hvernig gistingin var og fólk sér þessar fínu myndir og allt það, en svo þegar það kemur á staðinn þá stenst ekkert af því. Það er ekki 100% trygging fyrir því að hægt sé að merkja við með þeim hætti þannig að það standist algjörlega.

Þegar við höfum starfsstöðvarnar stendur hópurinn saman og yfirmenn starfsstöðvar vita nákvæmlega hverjir eru þar að störfum. Að því leytinu til eru starfsstöðvarnar mun heppilegri og öruggari hvað þetta varðar.