148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

frelsi á leigubifreiðamarkaði.

201. mál
[16:38]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Hönnu Katrínu Friðriksson fyrir að hafa skýrt það út hvers vegna hagsmunaaðilar gátu ekki náð tali af henni, það eru réttmætar skýringar.

Hún svaraði því kannski ekki alveg nógu vel áðan, fannst mér, varðandi stöðvaskylduna og hverra hagur það væri að leggja hana niður, hvort það kæmi farþegum til góða, bifreiðastjórum eða stéttinni í heild sinni. Ef hún gæti svarað því hvort hún telji að það sé mikil vöntun á leigubílum á markaðnum yfir höfuð.