148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

frelsi á leigubifreiðamarkaði.

201. mál
[17:10]
Horfa

Flm. (Hanna Katrín Friðriksson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við hv. þingmaður erum þá sannarlega sammála um að frelsi á leigubílamarkaði muni ekki laga samgönguvandann sem við stöndum frammi fyrir. Ég treysti því að hv. þingmaður, sem er stjórnarþingmaður, verði með okkur í því að knýja hæstv. samgönguráðherra til að koma fram með samgönguáætlun hið fyrsta svo við getum farið að tala um alvöruúrbætur þar.

En við erum að tala um frelsi á leigubílamarkaði hér. Þá langar mig að nota seinni hlutann af andsvörum mínum til að spyrja, vegna þess að hv. þingmaður talaði annars vegar um starfsstöðvaskylduna, eins og aðrir hv. þingmenn hafa gert, og hins vegar um fjöldatakmarkanir. Komið hefur fram í máli hæstv. samgönguráðherra að starfshópurinn hafi þegar skilað áfangatillögum um að þessu þurfi að breyta varðandi bæði málin. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann: Verði það ofan á að þessar breytingar verði gerðar, og þær einar, er hv. þingmaður þá sáttur? Engar starfsstöðvar og engar fjöldatakmarkanir?