148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

frelsi á leigubifreiðamarkaði.

201. mál
[17:12]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef enga hugmynd um hvað fram fer í þeim starfshópi sem er að vinna að þessum breytingum. Spurt er: Ef þær breytingar sem verið er að ræða innan starfshópsins verða meira eða minna samhljóða þessu frumvarpi, verð ég þá með eða á móti? Ja, ætli ég verði ekki á móti. Ég veit það ekki. Ég þori ekki að lofa því en ég get ekki séð að þessi spurning skipti öllu máli núna. Við erum jú að ræða þetta frumvarp en ekki það sem kann að koma út úr þessum starfshópi.

Breytingar? Ég er ekki á móti þeim af neinum prinsippástæðum. Ég gaf aðeins ádrátt á það í lok minnar ræðu áðan að ég gæti séð ýmsar úrbætur í leigubílakerfinu. Við skulum bara láta þessar breytingar koma í ljós. Kannski verðum við hv. þingmaður sammála um breytingarnar og kannski ósammála. En mér finnst þessi spurning þess eðlis að ég get ekki svarað henni nákvæmar en þetta.