148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

almenn hegningarlög.

213. mál
[19:00]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur kærlega fyrir þetta svar og biðst afsökunar á að hafa láðst að geta föðurnafnsins.

Það er kannski út af því máli sem hv. þingmaður vísaði í, þ.e. mótmælanna fyrir utan rússneska sendiráðið sem áttu sér stað fyrir tæpum sex árum, sem maður velti fyrir sér afskiptum ráðherra. Í því máli kom ekki fram að rannsókn yrði felld niður, heldur dagaði þetta mál einfaldlega uppi að því er virðist í ráðuneytinu ofan í skúffu hjá ráðherra í rúmlega fimm ár á meðan þessir fjórir einstaklingar, ef þau voru þá fjögur, höfðu stöðu sakbornings. Það er auðvitað ótækt. Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé boðleg meðferð á fólki.