148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

almenn hegningarlög.

213. mál
[19:06]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan, mér finnst þetta áhugavert frumvarp, það er að mörgu leyti auðvelt að vera sammála því sem fram kemur í greinargerðinni. Ég hvet hv. allsherjar- og menntamálanefnd sem mun fá frumvarpið til umfjöllunar til að fara vel yfir það, auðvitað óska eftir umsögnum eins og hefð er fyrir og fara vel yfir það, því að sama skapi vil ég auðvitað ekki að við brjótum með einhverjum hætti gegn þjóðréttarlegum samningum sem við höfum gert. Á okkur hlýtur að hvíla ákveðin skylda að gæta öryggis sendiráða og sendiherra sem hér eru.