148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

framlagning stjórnarmála.

[11:10]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni og til að freistast til að svara henni man ég að í síðustu viku, við sömu aðstæður og tilefni, talaði þingflokksformaður, hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, um að búið væri að afgreiða þessi mál út frá VG, þannig að þetta liggur væntanlega lokað inni hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og væntanlega er ekki eining um mál.

Ef þetta á að vera reglan, að mál gangi fram með þessum hætti, og jafnvel þrátt fyrir að í núverandi ríkisstjórn sitji flokkur sem háværastur var um sömu mál í fyrra, held ég að tími sé til kominn að breyta starfsháttum, að við endurskoðum starfsáætlun þingsins, auðvitað núna, og vinnum lengra fram á sumarið, en síðan er löngu tímabært að við förum að miða okkur við nútímann en ekki gamla búskaparhætti eða eitthvað allt annað.