148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[12:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek alveg undir orð hv. þm. Kolbeins Óttarssonar Proppés, ég lét hann ekki sérstaklega vita, enda var þetta í umsagnarferli hjá öllum þeim flokkum sem gerðu athugasemd við skýrsluna í því tilviki. Ég hélt að skýrslan væri almennt í umræðu hjá öllum flokkum þannig að ég pikkaði ekki meðflutningsmenn sérstaklega út, enda er efni skýrslunnar óbreytt. Því var bara breytt til hvaða ráðherra beiðnin átti að ná. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki gert viðvart.

Voruð þið ekki örugglega með í þeim umræðum? Það eru bara mistök af minni hálfu að hafa gert ráð fyrir því.