148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[12:01]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég get ekki annað en komið hér upp til þess að bregðast við orðum hæstv. fjármálaráðherra sem lýsir furðu yfir því að framkvæmdarvaldið eigi nú að fara að skoða þær ábendingar sem til þess var beint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og spyr eiginlega þingheim: Til hvers er farið af stað með rannsóknir, og enga smárannsókn eins og var þarna gerð, heila skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í níu bindum, ef við ætlum svo ekkert að skoða ábendingarnar? Til hvers er farið af stað ef framkvæmdarvaldið skoðar ekki ábendingarnar og kannar hvort eitthvað hafi verið brugðist við þeim ábendingum sem og þingið sjálft? Þá getum við alveg sleppt því að fara í svona rannsóknir, herra forseti.