148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[12:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að rétt sé að óska eftir því að hæstv. forseti geri ráðstafanir til að fá 1. flutningsmann þessa máls hingað í salinn þannig að umræðan geti haldið áfram og þingmaðurinn geti svarað þeim spurningum sem til hennar er beint. Ég held að það sé eðlilegt að gefa þá í það minnsta þingmönnum sem hafa spurningar til hv. þingmanns færi á að bíða með ræður sínar eða fresta umræðunni þar til þingmaðurinn er komin í salinn, því að það er mikilvægt að geta átt þetta samtal við flutningsmann málsins.