148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[12:42]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill upplýsa þingmenn um að flutningsmaður málsins hefur verið upplýstur um þessar beiðnir. Það var gert áðan. Er ósk um það að forseti ítreki þá beiðni? (GBS: Að sjálfsögðu.) Það skal ég gera. Er ósk um að við bíðum með ræðu þingmannsins tímabundið þar til sú ósk hefur komist til skila? (Gripið fram í.) Það skal gert.

Forseti vill enn fremur upplýsa meðan við bíðum að það er venjan að þegar ráðherra flytur mál sé hann í salnum til að eiga orðastað við þingmenn um það mál sem er málefnaleg og eðlileg nálgun þannig að átt geti sér stað upplýst umræða í þinginu um málið.