148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[13:48]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Jú, það er alveg hárrétt að sú vinna sem mun fara fram í nefndum skiptir gríðarlegu máli, í hvaða nefnd sem þetta fer nú, og það samtal sem þar mun eiga sér stað. En ekki síður skiptir miklu máli í öllu þessu máli sú samræða sem fer fram um allt samfélagið og á eftir að halda áfram að þroskast og dýpka. Ég held að við eigum eftir að finna góða niðurstöðu saman í þessu máli.