148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[13:50]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vitaskuld mjög mikilvægt að hlusta á það sem læknar og hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefur fram að færa um þessi mál og líka foreldrar og fólk sem hefur reynslu sjálft í þessum efnum. Hv. þingmaður talar um 5000 ára hefðir. Þær eru jafnvel enn eldri. Og þær eru mjög ríkar og rótgrónar. Ég viðra sem fyrr efasemdir um að við eigum að hlutast til um þær hefðir með valdboði, með hegningarlögum, frekar en með samtali og upplýsingu.