148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[13:56]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er auðvitað í alveg sömu krísunni og hv. þingmaður með þetta mál. En eitt átti ég samt erfitt með að sætta mig við í málflutningi þingmannsins, þessa vísun til trúfrelsis. Ég held að það sé mjög langsótt. Þegar þessi samfélög breytast úr trúarlegum samfélögum í veraldleg voru margir siðir gerðir refsiverðir á sínum tíma. Hv. þingmaður tók gott dæmi, fjölkvæni og margt annað. Ég er bara að velta fyrir mér: Samræmist þessi siður þessarar rótgrónu menningarþjóðar, gyðinga, svo að við tölum um þá, okkar hefð, okkar Íslendinga? Eigum við þá að sætta okkur við það í sjálfu sér að það sé bara leyfilegt hér? (Forseti hringir.) Við þurfum að taka tillit til margra. En ég er alveg í sömu krísunni. Þetta er mál sem þarf að þroskast, ég tek undir það.