148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[14:00]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Trúfrelsi er hugtak sem hefur verið mikið notað í þessari umræðu og af talsmönnum trúarlegra viðhorfa, hvort sem það eru kristnir talsmenn eða gyðingar eða múslimar; talsmönnum þess að við sýnum því virðingu að trúin fái sitt rými í samfélaginu. Það er síðan matsatriði hverju sinni hversu mikið það rými á að vera. Eins og ég rakti áðan í ræðu minni eru sumir siðir sem hafa verið kenndir við trú sem við líðum ekki nú á dögum. Nú stöndum við eiginlega frammi fyrir því að taka ákvörðun um þennan sið. Teljum við að trúfrelsi, þ.e. frelsi ákveðins hóps til að iðka sína siði og venjur eins og hann hefur gert um þúsundir ára, toppi réttindi barns til að vera laust (Forseti hringir.) undan sársauka og taka sjálft ákvarðanir um trú sína síðar á ævinni?