148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[14:51]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er náttúrlega mergurinn málsins að athöfnin sjálf er ekki afturkræf. Ef það er óviðunandi í huga einhvers þá spyr maður sig: Eigum við að setja einstaklinga í þessa stöðu? En ég ætla nú ekki að fara að ræða um þetta sérstaklega, en vildi aðeins minnast á það.

Síðan erum við með trúfélög víða um heim og að einhverju marki hér á Íslandi þar sem má deila um hvað fram fer innan og hversu hollt það er fyrir börn að alast upp í þeim söfnuðum, svo við tölum hreint út um það. Það sem ég er eiginlega að draga fram, og er ekkert að gera lítið úr þessu máli, alls ekki, ég tek það mjög alvarlega, er að það er margt sem tengist því hvað foreldrum er heimilt að gera við börn sem við látum óáreitt og er ekki alltaf þess eðlis að það sé hollt fyrir blessuð börn sem við öll berum umhyggju fyrir.