148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

skýrsla Ríkisendurskoðunar: Landsnet hf. -- Hlutverk, eignarhald og áætlanir.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Með bréfi, dagsettu 1. mars 2018, hefur forseti óskað eftir því, samanber 8. tölulið 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur Ríkisendurskoðunar: Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir; Landhelgisgæsla Íslands: Verkefni erlendis; Fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands, Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli: Stjórnsýsla, framkvæmd, skilvirkni og ákvarðanataka; Lyfjastofnun; Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi og að lokum Verðlagsnefnd búvara og ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara.