148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

Landsréttur.

[15:15]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Það kom skýrt fram í máli mínu að ég tel mjög mikilvægt að dómskerfið ljúki umfjöllun sinni. Ég tel ekki rétt að framkvæmdarvaldið tjái sig um þau mál sem eru fyrir dómi. Um eitt þeirra mála sem hv. þingmaður vísar í hefur þegar verið úrskurðað í Landsrétti og verið áfrýjað til Hæstaréttar og við munum væntanlega eiga von á dómi þaðan. Þá getum við lagt mat á þann dóm því að Hæstiréttur er æðsta dómstig landsins. Ég tel ekki rétt að ráðherrar eða framkvæmdarvaldið tjái sig um dóma Hæstaréttar áður en þeir falla. (HVH: Þeir eru komnir tveir.) Þú ert að vísa í aðra dóma.