148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

biðlistar á Vog.

[15:27]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar þó að það svari ekki miklu nema svona í stóru myndinni. Það sækir enginn um að fara inn á Vog að gamni sínu og ég átta mig ekki alveg á því hvernig það ætti að vera faglegt.

Staðreyndin er sú að kostnaður við að fólk sé svona mikið í neyslu án þess að fá hjálp er gríðarlegur. Það eru til útreikningar um það hvað það kostar fyrir hið opinbera að fólk sé veikt, fólk sem hægt væri að hjálpa með þessum hætti. Sérfræðigeta starfsfólks á Vogi er á heimsmælikvarða. Vogur, SÁÁ, er í sérflokki miðað við önnur lönd. Mér finnst þetta svar frekar rýrt og hef miklar áhyggjur af þessu.