148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

landverðir.

[15:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Gott er að það er greinilega einhver misskilningur hérna á ferðinni því að upplýsingarnar sem ég fékk var að í rauninni væri verið að setja minni pening í landvörslu í ár en í fyrra, því kom ég og spurði. Ég býst við að stofnanirnar fái þá þessi jákvæðu skilaboð sem hæstv. ráðherra er hér að flytja og hlakka til að sjá nánari útfærslu á þeirri innviðaáætlun fyrst hún er núna í kynningu. Væri ekki kjörið að senda slík drög t.d. til umhverfis- og samgöngunefndar, sem gæti litið aðeins yfir þau og borið saman fyrri ár miðað við þær áætlanir sem eru nú í bígerð?

En sögulega séð var fyrirspurn hérna fyrir árið 2012 þar sem 20 landverðir voru í 190 vikur frá Umhverfisstofnun og aðrir 37,5 í Vatnajökulsþjóðgarði í 448 vikur (Forseti hringir.) þá.

Ég velti fyrir mér hvort hæstv. ráðherra væri með tölur núna (Forseti hringir.) fyrir komandi ár.