148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

möguleikar ljósmæðra á að ávísa lyfjum og hjálpartækjum.

268. mál
[17:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vildi útvíkka spurninguna aðeins þannig að hún eigi ekki bara við um ljósmæður. Ráðherra nefndi einmitt hjúkrunarfræðinga líka þannig að ég vildi útfæra spurninguna og spyrja um fleiri lyf en bara hormónalyf. Það er til dæmis viðtekin venja í Bretlandi að hjúkrunarfræðingar ávísi miklu fleiri tegundum af lyfjum til sjúklinga þannig að tími læknis fari meira í greiningar en stöðugt að vera að endurnýja lyfseðla o.s.frv. Ég spyr hvort ekki komi til greina að auka skilvirknina enn meira með því að taka tillit til fleiri lyfja en þeirra sem hér eru til umræðu.