148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[16:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill geta þess að samkomulag er á milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar. Framsögumaður og flokkur ráðherra fá 15 mínútur hvor og aðrir þingflokkar 12 mínútur. Í lok umræðunnar fá allir þingflokkar þrjár mínútur. Ræðutíma hvers þingflokks má skipta á milli þingmanna hans. Andsvör verða ekki leyfð. Atkvæðagreiðsla fer fram að lokinni umræðu.