148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[18:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um vantraust á ráðherra sem braut lög um skipan í Landsrétt. Tvisvar kemur hæstv. forsætisráðherra hingað upp og reynir að afvegaleiða umræðuna og segir að það skipti engu máli vegna þess að verið sé að fjalla um hæfi dómara í dómskerfinu. Það er rétt hjá hæstv. forsætisráðherra. Það er alveg sama þó að það fyndist hvítþveginn engill uppi í Valhöll og yrði fenginn til að setjast í stól dómsmálaráðherra, það mundi engu breyta um þau mál sem eru til umfjöllunar. En við þurfum að taka á afleiðingum þess sem ráðherrann gerði. Við þurfum að ráðast gegn sjúkdómnum en ekki sjúkdómseinkenninu.