148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[18:49]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við höfum heyrt ráðherra þrástagast nokkuð á því og kvarta yfir að hér sé ekki alltaf flutt sama ræðan af hálfu stjórnarandstæðinga. Ég vona að ráðherrar virði mér það til vorkunnar þó að ég flytji enn nýja ræðu. Manni virðist stundum að hér á landi ríki einhvers konar fjórgreining ríkisvaldsins, þ.e. löggjafarvald, dómsvald, framkvæmdarvald og flokksvald. Fólk sem kemst til valda í gegnum Sjálfstæðisflokkinn starfar stundum eins og það hafi víðtækara umboð til valda en aðrir kjörnir fulltrúar. Fyrir mér snýst þessi atkvæðagreiðsla um þennan meinta valdrétt Sjálfstæðismanna, hvort við föllumst á það að ráðherrar þess flokks hafi ríkari geðþóttaheimildir en aðrir kjörnir fulltrúar.