148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:03]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Skaðinn er skeður, sagði hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Við hana sem og aðra þingmenn hér í salnum segi ég: Reynum að koma í veg fyrir frekara tjón. Skaðinn er skeður. Tjónið verður meira eftir því sem við leyfum þessu að viðgangast lengur. Nei, kæru þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, þetta er ekki vantraust á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þá hefði vantraustið beinst að henni. Þetta er vantraust á hæstv. dómsmálaráðherra Sigríði Á. Andersen vegna hennar embættisfærslna. Ég segi já.