148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:13]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Mér finnst afskaplega leiðinlegt að við skulum þurfa að taka þessa umræðu. Ég hefði gjarnan viljað komast í gegnum þingferil án þess að þurfa að fara í gegnum vantraustsumræðu, en það er rétt að dómsmálaráðherra hefur orðið embætti sínu til skammar. Og það er rétt hjá ráðherra, og það er kannski það eina rétta í málflutning hennar, að eftir þessari atkvæðagreiðslu verður munað. Ég talaði áðan um virðingu fyrir embættum sem við höfum og ég verð bara að segja: Ég ber nægilega mikla virðingu fyrir embætti mínu hér á þinginu til að segja já við þessari tillögu vegna þess að það er ekki ásættanlegt að ráðherrar brjóti af sér vísvitandi, iðrist einskis og fái að komast upp með það.