148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:14]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég stend hér og geri grein fyrir atkvæði mínu vegna þess að ég tel það það rétta í stöðunni. Það hryggir mig að hér komi ekki fleiri stjórnarliðar upp í pontu og geri grein fyrir atkvæði sínu og útskýri hvers vegna þeir treysti þessum ráðherra.

Ég leyfi mér að vitna í orð hæstv. forsætisráðherra í tilefni stefnuræðu síðasta forsætisráðherra þar sem hún sagði, með leyfi forseta:

„Stjórnmálamenn mega aldrei vísa í ríkjandi kerfi til að rökstyðja bið eftir réttlæti. Stjórnmálamenn þurfa að vera reiðubúnir að beita sér stöðugt fyrir réttlætinu og breyta kerfinu ef það þarf til. Annars er hættan sú að traust fólks á hinu lýðræðislega samfélagi dvíni og þá ábyrgð þurfum við öll að axla.“

Hv. þingmenn. Ég hvet ykkur til að beita ykkur fyrir réttlætinu. Ég hvet ykkur til þess að breyta kerfinu og setja af dómsmálaráðherra sem nýtur ekki trausts og setja annan í hans stað sem þess nýtur. Þannig berjumst við fyrir réttlætinu öll sem eitt og þá ábyrgð þurfum við öll að axla.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Þingmaðurinn segir já.