148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:22]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Vinstri græn tóku undir forystu Katrínar Jakobsdóttur sæti í ríkisstjórn vitandi af því að Hæstiréttur gæti staðfest niðurstöðu héraðsdóms. Það hefur verið margrætt af okkar hálfu. Níu þingmenn Vinstri grænna meta það svo að ríkisstjórnarsamstarfið sé undir ef vantraust verður samþykkt. Við myndum líta þannig á ef málið sneri að okkur, annað er einföldun á pólitíkinni að mínu mati.

Ég er ánægð með þetta ríkisstjórnarsamstarf. Ég vil ekki fórna góðri forystu Katrínar Jakobsdóttur því að ég trúi því einlæglega að við eigum eftir að koma mörgum góðum málum áfram í gegnum þingið enda erum við rétt að hefja vegferðina.