148. löggjafarþing — 36. fundur,  7. mars 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[17:23]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég er með mjög stutta spurningu, ég efast um að ég nýti allan ræðutímann í hana. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að frumvarpið muni einungis hafa áhrif á þá sem standa að ólöglegum innflutningi, útflutningi, sölu, kaupum, skiptum, afhendingu, móttöku, framleiðslu, meðferð og vörslu framangreindra lyfja en ekki neytendur. Mér finnst furðulegt að hafa þetta saman og spyr því hæstv. ráðherra: Það liggur í augum uppi að ef þú ert að neyta einhverra efna eða lyfja þá ertu með þau á þér. Það er varsla. Ef það er í raun vilji hæstv. ráðherra að neytendum verði ekki refsað, hvernig kemur þetta frumvarp í veg fyrir það í raun og veru?