148. löggjafarþing — 36. fundur,  7. mars 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[17:26]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Já, ég þakka þetta svar. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg viss um að ég hafi skilið þetta og er þá bara tækifæri til að skoða þetta nánar og fræðast um þetta. En bara svo ég fái það á hreint, þýðir þetta það að ef sá sem notar efnin eða lyfin er tekinn með þau í vasanum og það er enginn neysluskammtur skilgreindur sem leyfilegur neysluskammtur, ef hann er með lyfin eða efnin á sér í vasanum úti að ganga, telst það þá ekki brotlegt samkvæmt þessu frumvarpi? Bara svo það sé alveg skýrt því að mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli, að við séum ekki að fara að nota þetta á sama hátt og er í vímuefnalöggjöfinni, að verið sé að refsa þeim sem eru með neysluskammta á sér.