148. löggjafarþing — 36. fundur,  7. mars 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[17:44]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur fyrir að fullvissa mig um þetta en ég vil enn og aftur brýna okkur öll, þingmenn, í því að vanda okkur svolítið í orðfæri. Það er það sem hv. þingmenn Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson fóru mikinn um fyrr í dag, að við þyrftum að vanda okkur, gæta þess að halda rökum til haga og ræða mál út frá inntaki þess en ekki með stimplum. Ég treysti því að orð hv. þingmanns og þingflokksformanns Pírata standi í því efni og að málið fái efnislega umfjöllun í nefndinni.